Saltaðar afurðir

GPG Seafood leggur metnað sinn í að bjóða gæðafisk, fisk sem endurspeglar hreinleika íslenskrar náttúru. Allt hráefnið á uppruna sinn í Atlantshafinu í kringum Ísland.

Strangar gæðakröfur og vinnsluferlar innan fyrirtækisins tryggja kaupendum afurðanna stöðug gæði vörunnar allt árið um kring.

GPG_Hv
Ýsa fersk

Ferskar afurðir

GPG Seafood hefur í boði ferskan fisk af bestu gæðum sem hugsast geta. Eingöngu er notast við fisk sem veiddur er af línubátum sem gerðir eru út af GPG Seafood. Strangar gæðakröfur og vinnsluferlar innan fyrirtækisins tryggja kaupendum afurðanna stöðug gæði vörunnar allt árið um kring. Hér að neðan má sjá yfirlit um þær tegundir og stærðir sem í boði eru. Nánari upplýsingar má fá hjá sölufulltrúum GPG Seafood.

Frosnar afurðir

GPG Seafood framleiðir léttsöltuð frosin þorskflök, frosin þorskhrogn og frysta Grásleppu.
Léttsaltaði þorskurinn er saltfiskur sem er tilbúinn til neyslu án útvötnunar, hann er unninn úr fyrsta flokks fersku hráefni sem veitt er af bátum fyrirtækisins. Strangar gæðakröfur og vinnsluferlar innan fyrirtækisins tryggja kaupendum afurðanna stöðug gæði vörunnar allt árið um kring.

Oct13166_2-1024x336
IMG_1509_2

GPG Seafood framleiðir einnig hágæða þorskhrogn fyrir Evrópu markað, þar eru unnin fersk hrogn af bátum fyrirtækisins ásamt því kaupir GPG fersk hrogn af íslenskum markaði til framleiðslu.

GPG Seafood er einnig framarlega í frystingu á grásleppu beint inná markað í Asíu.
Árlega frystir GPG hátt í 500 tonn af hvelju tilbúið til útflutnings

IMG_1946-1024x768
IMG_1544_2

Þurrkaðar afurðir

GPG Seafood sérhæfir sig í að þurrka hágæða fisk til útflutnings beint inná markað í Nígeríu.
Þar mest verið að þurrka hausa og hryggi (þorskur og ýsa), en einnig eru þurrkaðar kótelettur úr ufsa, keilu, löngu og blálöngu

IMG_08721-1024x768
IMG_08631-1024x746
masago-1024x664

Masago afurðir

GPG Seafood hefur margra ára reynslu við framleiðslu á hágæða Masago sem unnið er úr fyrsta flokks loðnuhrognum. Masago er notað með hinum ýmsu sushi afurðum til að bæta við litum og breyta áferð sushi afurða. Masago er einnig afar skemmtileg viðbót við ýmsa fiskrétti.

Við framleiðslu Masago eru fyrsta flokks Loðnuhrogn lituð, krydduð og þurrkuð áður en þeim er pakkað og þau fryst.

top